VERÐSKRÁ / DAGSKRÁ
Hér fyrir neðan er sagt frá þátttökugjaldi og hvað er innifalið í hverju námskeiði. Skráning fer fram á sérstakri skráningasíðu en tengill á hana er í flipanum efst. 50% systkinaafsláttur.

BYRJENDANÁMSKEIÐ
Byrjendanámskeiðin eru oftast haldin í tvisvar á ári (nánari dagsetning auglýst á forsíðu)
Staðsetning:
Námskeiðin fara fram í Gylfaflöt sem er dagþjónusta fyrir fatlaða að Bæjarflöt 17 Grafarvogi.
Fyrirkomulag:
Börnunum verður skipt niður í hópa eftir aldri. Yngri hópur (8-10 ára) og eldri hópur (11-14 ára).
Tímalengd:
Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir og er foreldrum boðið á fyrirlestur í upphafi námskeiðs:
Laugardagur
Kl. 10:00 – 14:00
Foreldrum er boðið upp á fyrirlestur frá 10:00 – 12:00
Sunnudagur
Kl. 10:00 – 14:00 (bara börn)
Laugardagur
Kl. 12:00 – 14:00 (bara börn)
Þáttökugjald er kr. 8.000.-
Boðið er upp á systkinaafslátt.
Allt efni og hressing er innifalin.
Verðskrá (systkinaafsláttur 50%)
Byrjendanámskeið
samtals 10 tímar - 8000 kr.
Allt efni og hressing innifalin.
Hægt er að greiða í heimabanka inn á reikning
1101-05-072641 – kt. 601098-2299
Lokahóf smiðjunnar er oftast fyrsta laugardag í maí
(en hefur frestast vegna veðurs).
Þá gerum við ýmislegt okkur til skemmtunnar:
grillum, horfum á leikrit, spurningakeppni, kökuskreytingar og fleira.
Allir sem hafa verið á byrjendanámskeiði hjá okkur yfir veturinn eru velkomnir ásamt systkinum
og foreldrum.
Það þarf að skrá sig til þátttöku í lokahófið en nánari upplýsingar birtast á forsíðu vefsins þegar nær dregur.