UM OKKUR

 

Systkinasmiðjan var stofnuð árið 1997 og er hugmyndafræðin sótt til SibShop sem upprunin er í Bandaríkjunum.  

 

Systkinasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. 

 

Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira. 


Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og reynum að fá til liðs við okkur ýmsa aðila sem hafa kynnst þessu af eigin raun. 

Það sem skiptir meginmáli er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best og skemmti sér.

 

Á námskeiðunum er börnum skipt í hópa eftir aldri. Í hverjum hópi eru 6 - 10 börn með tveimur til þremur leiðbeinendum.