Saga eftir Karítas Önnu
Ég heiti Karítas og ég á bróður sem heitir Júlíus en hann er einhverfur. Hann kann að tala en ekki alveg skýrt. Hann öskrar oft á mig að ástæðulausu bara til að fá athygli. Bróðir minn er þannig að ef hann fær ekki það sem hann vill verður hann reiður og fer í kast. Mér líður stundum eins og ég sé ekki til. En hann getur líka verið skemmtilegur. En ég elska hann samt þótt hann sé stundum leiðinlegur við mig.
Þessi saga er skrifuð í maí 2019 af
Karítas Önnu Fossberg Leósdóttur
