NÁMSKEIÐ SMIÐJUNNAR 

 

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir. 

 

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru tvíþætt, byrjendanámskeið sem er helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags og framhaldsnámskeið sem eru á laugardögum

 

Á landsbyggðinni eru einnig haldin byrjendanámskeið sem eru helgarnámskeið, þ.e. frá föstudegi til sunnudags. 


Þátttaka á námskeiðum Systkinasmiðjunnar: 

  • gefur börnum aukið sjálfstraust,

  • gerir þau betur í stakk búin að takast á við sterkar tilfinningar eins og reiði, vonbrigði og sektarkennd,

  • leiðir til þess að börnin fái aukna vitund um veikindi eða fötlun systkina sinna og þarfir,

  • kynnir þau fyrir öðrum börnum í svipuðum aðstæðum og þau heyra að þau eru ekki ein með upplifanir sínar,

  • leiðir til betri samskipta innan fjölskyldunnar og meðal vina,

  • gerir börnin sáttari við hlutskipti sitt

 

 

NÁNARI LÝSING Á NÁMSKEIÐUM

 

Byrjendanámskeið 

eru 11 klst löng, standa yfir eina helgi frá föstudegi til sunnudags. Í upphafi námskeiðs er haldinn fyrirlestur um markmið systkinasmiðjunnar fyrir foreldra þannig að þau fái innsýn inn í það sem við gerum á námskeiðinu. Á byrjendanámskeiði er áhersla lögð á að leysa ákveðin verkefni sem gerir börnin betur í stakk búin að tjá sig um systkini sitt og líðan sína þannig að þau séu sátt við hlutskipti sitt.

 

Önnur námskeið 
Námskeið fyrir börn og unglinga sem eiga veika eða fatlaða foreldra og foreldra með MS-sjúkdóminn, hafa verið starfrækt á vegum Systkinasmiðjunnar en eru ekki fastur liður. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á önnur sérhæfð námskeið.

 

Fræðslunámskeið 
Námskeið ætluð ýmsum fagstéttum sem koma að þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna námskeiðin eru 2- 4 klst löng.